Um BTÍ

Brunatæknifélag Íslands er vettvangur áhugafólks um brunamál og er auk þess að hluta til Íslandsdeild Institution of Fire Engineers (skammstafað IFE). Íslandsdeildin var stofnuð formlega árið 1991 og hefur starfað samfleytt síðan.

Almennar upplýsingar um Brunatæknifélag Íslands

Brunatæknifélag Íslands er vettvangur áhugafólks um brunamál og er auk þess að hluta til Íslandsdeild Institution of Fire Engineers (skammstafað IFE). Íslandsdeildin var stofnuð formlega árið 1991 og hefur starfað samfleytt síðan.

Á hverju ári eru haldnir allmargir félagsfundir um ýmis málefni sem snerta brunavarnir og eru þeir oft í formi morgunverðarfunda sem eru öllum opnir. Auk þess eru farnar ein eða fleiri skoðunarferðir í áhugaverða staði.

Fréttabréf er gefið út nokkrum sinnum á ári.

Brunatæknifélagið hefur haldið árlegt Brunaþing frá árinu 1999 sem er jafnan vel auglýst og opið öllum. Þessi þing sem að jafnaði hafa verið haldin í apríl ár hvert hafa ávallt verið vel sótt.

Félagið hefur haldið úti vefsíðu frá árinu 2003. Síðan var upphaflega hýst á vefsvæði Brunamálastofnunar. Ný vefsíða er á eigin léni www.bti.is frá og með febrúar 2011.

Félagsmenn geta orðið allir þeir sem hafa áhuga á og starfa á einn eða annan hátt að brunavörnum. Um þessar mundir eru félagsmenn u.þ.b. 150 talsins og koma úr ýmsum starfsgreinum sem tengjast brunavörnum.

Á aukaaðalfundi 2002 var samþykkt að félagar geta hvort heldur verið félagar í Íslandsdeild IFE eða í Brunatæknifélaginu eða í báðum félögunum.

Gjaldskrá félagsins er eftirfarandi: Félagi í Brunatæknifélaginu: kr. 3000

Auk þess greiða IFE félagar árgjald til IFE (GBP 34 eða 41).

Skráning

Hægt er að skrá sig í Brunatæknifélag Íslands og IFE með því að fylla út þar til gert form hér á vefsíðunni, eða með tölvupósti til einhvers stjórnarmanna.