Brunatæknifélag Íslands er vettvangur áhugafólks um brunamál.
Markmið félagsins eru að örva og stuðla að framförum í brunafræðum, forvörnum og slökkvitækni ásamt öllum tengdum greinum og örva hugmyndir, sem eru líklegar til að koma að gagni í tengslum við ofangreind markmið, bæði fræðilega og verklega, fyrir meðlimi Brunatæknifélagsins og samfélagið í heild.BTÍ var áður Íslandsdeild Institution of Fire Engineers (skammstafað IFE) en er nú rekið sem sjálfstæð samtök. Íslandsdeildin var stofnuð formlega árið 1991. Brunatæknifélagið hefur starfað samfleytt síðan.
Á hverju ári eru haldnir allmargir félagsfundir um ýmis málefni sem snerta brunavarnir og eru þeir oft í formi morgunverðarfunda sem eru öllum opnir. Auk þess eru reglulega farnar skoðunarferðir á áhugaverða staði.
Brunatæknifélagið hefur haldið árlegt Brunaþing frá árinu 1999 sem er jafnan vel auglýst og opið öllum. Þessi þing sem að jafnaði hafa verið haldin í apríl ár hvert hafa ávallt verið vel sótt.
Félagið hefur haldið úti vefsíðu frá árinu 2003. Síðan var upphaflega hýst á vefsvæði Brunamálastofnunar. Vefsíða á léninu www.bti.is hefur verið starfrækt frá febrúar 2011.
Félagsmenn geta orðið allir þeir sem hafa áhuga á og starfa á einn eða annan hátt að brunavörnum. Um þessar mundir eru félagsmenn u.þ.b. 150 talsins og koma úr ýmsum starfsgreinum sem tengjast brunavörnum.
Gjaldskrá félagsins er eftirfarandi: Félagi í Brunatæknifélaginu: kr. 5000