
-
Styrkir úr Fræðslusjóði brunamála
HMS auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Fræðslusjóði brunamála fyrir árið 2023.
Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa á sviði brunavarna og slökkvistarfa og sérstakra áhættuþátta í umhverfi þeirra sem sækja um styrki og auka hæfni þeirra til miðlunar þekkingar.
-
Skoðunarferð til Brunavarna Suðurnesja
Brunatæknifélagið efnir til skoðunarferðar til Brunavarna Suðurnesja þann 30. maí næstkomandi.
Starfsmenn BS taka á móti okkur, kynna okkur starfsemina og sýna okkur nýju slökkvistöðina að Flugvöllum í Reykjanesbæ. Léttar veitingar verða í boði BS.
Dagskrá er skv. eftirfarandi.
-
Ný stjórn brunatæknifélagsins
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Brunatæknifélagsins sem haldinn frá á Grand Hótel Reykjavík þann fjórða apríl síðastliðinn.
Stjórnina skipa eftirfarandi:
Guðrún Ólafsdóttir formaður, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins
Guðjón Rafnsson gjaldkeri, Örugg verkfræðistofa
-
Morgunfundur BTÍ - Samantekt ársins 2021
Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður miðvikudaginn 23. febrúar 2022.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill á fundinn verður sendur þegar nær dregur.
Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 10:15 eða fyrr.
Farið verður yfir brunaárið 2021 og fjallað um bruna ársins sem var gróðurbruninn í Heiðmörk þann 4. maí 2021 auk afleiðinga hans á gróðurfar.
- 1 of 21
- ››