Verið velkomin á morgunverðarfundinn Flóttaleiðir – Búnaður og lausnir. Tilgangur fundarins er að standa fyrir fræðslu og skoðanaskiptum varðandi hönnun og eftirlit á flóttaleiðum í byggingum á Íslandi.
Brunatæknifélag Íslands og Vélar og verkfæri ehf. eru skipuleggjendur viðburðarins og hafa fengið Þóri Helga Helgason, öryggissérfræðing hjá Eflu, og Henrik Nystedt, vörustjóra frá sænska fyrirtækinu Assa AB til að halda erindi. Milli erinda gefst tækifæri til spurninga og skoðanaskipta.
Þórir Helgi mun fjalla um staðla sem gilda um búnað í flóttaleiðum og hvernig best sé að fara að þegar verið er að fyrirskrifa búnað. Einnig um samspil aðgangsstýringa, innbrotavarna og opnunarbúnaðar.
Henrik Nystedt mun kynna þann búnað sem Assa er að bjóða í flóttaleiðir – flóttaslár, handföng, hurðapumpur ofl.
Léttar veitingar verða í boði Véla og verkfæra.
Fundurinn verður í fundarsal Eflu að Höfðabakka 9 og hefst kl 8:00 og lýkur um kl. 10:00.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á þessum áhugaverða fundi.