Skip to Content
 • Morgunfundur 28. nóvember. Brunahönnun nýja Landspítalans.

  Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2019.

  Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur hjá Lotu, kynnir brunahönnun nýja Landsspítalans og áskoranir tengdar henni.

  Davíð Arnar Baldursson, verkfræðingur, lýsir reykhermum og brunagreiningu (FDS) sem var hluti af brunahönnun spítalans.

  26. Nov - 14:41
 • Morgunfundur 16. október. Snorri Már Arnórsson kynnir meistaraverkefni

  Næsti fundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 16. október 2019.

  Snorri Már Arnórsson, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá Verkís mun kynna meistaraverkefni sitt sem ber heitið "Effects of system properties on auto-extinction of timber“ þar sem rannsakaður var breytileiki krítísks massataps við sjálfslokknun timburs.

  03. Oct - 13:45
 • "Á vakt fyrir Ísland", námstefna LSS 18.-19. október 2019

  Brunatæknifélagið vill vekja athygli á námstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna  „Á vakt fyrir Ísland 2019“ dagana 18. og 19. október á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þetta er í annað sinn sem námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ er haldin. Sú fyrsta var árið 2017.

  03. Oct - 13:37
 • Brunaþing 10. maí 2019: Lagnaefni - Hönnun og brunavarnir - Aðalfundur BTÍ

  Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura, að þessu sinni í samstarfi Brunatæknifélagsins og Lagnafélagsins.

  Athugið að dagsetningu þingsins hefur verið breytt.
  Þema þingsins er Lagnaefni - Hönnun og brunavarnir.

  06. Maí - 21:26

HeimDrupal vefsíða: Emstrur