
-
Morgunfundur 16. október. Snorri Már Arnórsson kynnir meistaraverkefni
Næsti fundur BTÍ verður haldinn miðvikudaginn 16. október 2019.
Snorri Már Arnórsson, byggingar- og brunaverkfræðingur hjá Verkís mun kynna meistaraverkefni sitt sem ber heitið "Effects of system properties on auto-extinction of timber“ þar sem rannsakaður var breytileiki krítísks massataps við sjálfslokknun timburs.
-
"Á vakt fyrir Ísland", námstefna LSS 18.-19. október 2019
Brunatæknifélagið vill vekja athygli á námstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna „Á vakt fyrir Ísland 2019“ dagana 18. og 19. október á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Þetta er í annað sinn sem námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ er haldin. Sú fyrsta var árið 2017.
-
Brunaþing 10. maí 2019: Lagnaefni - Hönnun og brunavarnir - Aðalfundur BTÍ
Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura, að þessu sinni í samstarfi Brunatæknifélagsins og Lagnafélagsins.
Athugið að dagsetningu þingsins hefur verið breytt.
Þema þingsins er Lagnaefni - Hönnun og brunavarnir. -
Morgunfundur 20. mars 2019. Kynning á One-Seven slökkvibúnaði
Daníel Apeland frá Nordic Fire & Rescue Service og kynnir OneSeven froðukerfið. Kynnir hann helstu kosti og slökkviaðferðir með oneseven kerfinu auk mögulegrar uppsetningu í byggingum.
Fundurinn verður í fyrirlestrasal EFLU að Lynghálsi 4, 110 Reykjavík og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði Eflu.