
-
Morgunfundur BTÍ - Samantekt ársins 2021
Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður miðvikudaginn 23. febrúar 2022.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill á fundinn verður sendur þegar nær dregur.
Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 10:15 eða fyrr.
Farið verður yfir brunaárið 2021 og fjallað um bruna ársins sem var gróðurbruninn í Heiðmörk þann 4. maí 2021 auk afleiðinga hans á gróðurfar.
-
Morgunfundur BTÍ - Kynning á nýrri brunagátt
Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður þann 9. desember 2021.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill verður sendur í öðrum tölvupósti fyrir fundinn.Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 9:45 eða fyrr.
Fundurinn mun fjalla um nýja brunagátt sem Grétar hefur unnið að, sem ætlað er að birta heildstæðari mynd af gögnum tengdum brunamálum en áður hefur þekkst.
-
Morgunfundur BTÍ - Algild hönnun og aðgengismál og hvaða áskoranir þau gera til brunahönnunar
Morgunfundur Brunatæknifélagsins verður á morgun, fimmtudaginn 18. nóvember 2021.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS og verðu félagsmönnum sendur hlekkur á hann.
Fundurinn hefst kl. 8:15 og er áætlað að honum ljúki kl. 9:45 eða fyrr.
Fundurinn mun fjalla um algilda hönnun og aðgengismál og hvaða áskoranir þau gera til brunahönnunar. -
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í brunavörnum
Brunatæknifélag Íslands vill vekja athygli á að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í brunavörnum.
- 1 of 20
- ››