
-
Morgunfundur BTÍ - Kynning á nýrri brunagátt
Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður þann 9. desember 2021.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill verður sendur í öðrum tölvupósti fyrir fundinn.Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 9:45 eða fyrr.
Fundurinn mun fjalla um nýja brunagátt sem Grétar hefur unnið að, sem ætlað er að birta heildstæðari mynd af gögnum tengdum brunamálum en áður hefur þekkst.
-
Morgunfundur BTÍ - Algild hönnun og aðgengismál og hvaða áskoranir þau gera til brunahönnunar
Morgunfundur Brunatæknifélagsins verður á morgun, fimmtudaginn 18. nóvember 2021.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS og verðu félagsmönnum sendur hlekkur á hann.
Fundurinn hefst kl. 8:15 og er áætlað að honum ljúki kl. 9:45 eða fyrr.
Fundurinn mun fjalla um algilda hönnun og aðgengismál og hvaða áskoranir þau gera til brunahönnunar. -
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í brunavörnum
Brunatæknifélag Íslands vill vekja athygli á að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í brunavörnum.
-
Morgunfundur 28. nóvember. Brunahönnun nýja Landspítalans.
Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember 2019.
Anna Málfríður Jónsdóttir, brunaverkfræðingur hjá Lotu, kynnir brunahönnun nýja Landsspítalans og áskoranir tengdar henni.
Davíð Arnar Baldursson, verkfræðingur, lýsir reykhermum og brunagreiningu (FDS) sem var hluti af brunahönnun spítalans.