Skip to Content

BTÍ Fundur Á Föstudag: Kynning Á Oxyreduct Eldvarnarkerfum

Næsti fundur Brunatæknifélagins verður haldinn föstudaginn næstkomandi, þann 22. mars á Hótel Reykjavík Natura - Berjaya Iceland Hotels, Nauthólsvegi 52.

Fundurinn hefst kl.14:00 og áætlað er að honum ljúki kl. 15:30 eða fyrr.

Umfjöllunarefnið verður ný tegund brunavarnakerfa hér á landi eða niturgaskerfi sem halda hlutfalli súrefnis í andrúmslofti bygginga stöðugt neðan við krítísk mörk fyrir eldútbreiðslu en á sama tíma yfir öruggum mörkum fyrir fólk. Sérfræðingar frá Wagner Fire Safety AS í Noregi eru staddir hér á landi við uppsetningu á Oxyreduct kerfi í frystigeymslu, en um er að ræða fyrsta kerfið af þessari tegund á Íslandi.

Dagskrá verður svofelld:

1. Inngangur og forsendur fyrir vali á brunavörnum í frystigeymslum, Atli Rútur Þorsteinsson, Örugg verkfræðistofa
2. Kynning á Oxyreduct kerfinu, Eivind Elnan / Sindre Solem Ertsaas, Wagner Fire Safety AS

Öll velkomin, látið endilega samstarfsfólk vita. Kaffi, te og kleinur í boði Brunatæknifélagsins.

Stjórn Brunatæknifélagsins.Drupal vefsíða: Emstrur