
Heimsókn BTÍ til Securitas
Næsti viðburður Brunatæknifélagins verður miðvikudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 8:30 - 10:00.
Farið verður í heimsókn til Securitas að Tunguhálsi 11 í Reykjavík, gengið inn í gegnum verslun og upp í matsal 2. hæð, kaffi og kruðerí í boði Securitas.
Dagskrá:
- Stutt kynning á Securitas - Íris Guðnadóttir
- Slökkvikerfi; hönnun, uppsetning, þjónusta og virkni - Hlynur Þráinn Sigurjónsson
- Gasslökkvikerfi "Clean Agent" Inergen frá Fire Eater, sýningarrými skoðað og gas afhleyping prófuð
Fundinum verður streymt á Teams: Hlekkur á BTÍ morgunfund hjá Securitas
Við minnum félagsmenn einnig á að fylgja Brunatæknifélaginu á Facebook.
Stjórn Brunatæknifélagsins.