Skip to Content

Morgunfundur BTÍ - Kynning á nýrri brunagátt

Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður þann 9. desember 2021.

Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill verður sendur í öðrum tölvupósti fyrir fundinn.

Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 9:45 eða fyrr.

Fyrirlesari verður Grétar Þór Þorsteinsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Grétar er umhverfis- og orkutæknifræðingur að mennt og starfar hjá brunasviði HMS og hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar, til að mynda við hönnun vatnsúðakerfa.

Fundurinn mun fjalla um nýja brunagátt sem Grétar hefur unnið að, sem ætlað er að birta heildstæðari mynd af gögnum tengdum brunamálum en áður hefur þekkst.


Stjórn BrunatæknifélagsinsDrupal vefsíða: Emstrur