Næsti fundur Brunatæknifélagsins verður miðvikudaginn 23. febrúar 2022.
Fundurinn verður haldinn í TEAMS, en tengill á fundinn verður sendur þegar nær dregur.
Fundurinn hefst kl. 8:45 og er áætlað að honum ljúki kl 10:15 eða fyrr.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
-
Kynning á tölfræði yfir bruna ársins, Grétar Þór Þorsteinsson hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir.
-
Samantekt á bruna ársins 2021, gróðurbruninn í Heiðmörk þann 4. maí, Birgir Finnsson og Vernharð Guðnason hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðins kynna.
-
Kynning á afleiðingum gróðureldanna í Heiðmörk á gróðurfar. Járngerður Grétarsdóttir hjá Náttúrfræðistofnun Íslands kynnir.
Stjórn Brunatæknifélagsins
|