
Ný stjórn brunatæknifélagsins
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Brunatæknifélagsins sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík þann fjórða apríl síðastliðinn.
Stjórnina skipa eftirfarandi:
Guðrún Ólafsdóttir formaður, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins
Guðjón Rafnsson gjaldkeri, Örugg verkfræðistofa
Guðrún Júlía Þórðardóttir ritari, Efla verkfræðistofa
Lárus Kristinn Guðmundsson meðstjórnandi, Brunavarnir Árnessýslu
Atli Rútur Þorsteinsson meðstjórnandi, Örugg verkfræðistofa
Ný stjórn vill koma á framfæri þökkum til fráfarandi stjórnar fyrir frábær störf á liðnum árum.
Stefnt er að því að halda einn viðburð á vegum Brunatæknifélagsins áður en sumarið brestur á og verður hann auglýstur sérstaklega.
Stjórn brunatæknifélagsins hefur jafnframt hafið vinnu að skipulagi á starfi Brunatæknifélagsins á haustmánuðum. Við óskum eftir tillögum að áhugaverðu efni, kynningum eða skoðunarferðum, ábendingar má senda á brunavinir@gmail.com.
Að lokum viljum við minna fólk á að fylgja brunatæknifélaginu á Facebook.