Fréttir

Brunavarnarþing 2010 og aðalfundur BTÍ

Þann 16. apríl 2010 var haldið Brunavarnarþing 2010 og í framhaldi af því aðalfundur BTÍ.

Þema Brunavarnarþings var burðarvirki og brunavarnir þar sem fjallað var um brunahönnun burðarvirkja frá ýmsum sjónarhornum eins og t.d. reglugerðurm varðandi þau, öryggi slökkviliðsmanna í háhýsum, brunhönnun og rannsóknir á burðarvirkjum eftir bruna. Eftir þingið var síðan aðalfundur BTÍ haldinn.

Þar urðu þær breytingar að Gunnar H. Kristjánsson gekk úr stjórn og inn kom Kristján Vilhelm Rúriksson, verkfræðingur hjá Brunamálastofnun. Gunnari eru færðar þakkir fyrir mjög vel unnin störf á undanförnum árum í þágu félagssins.

Skoðunarferð 12. apríl kl. 15

 

Brunatæknifélagið ráðgerir skoðunarferð föstudaginn 12. apríl 2013.

Dagskráin er sem hér segir:

15:00     Varðskipið Þór skoðað (mæta skal tímanlega við legustað Þórs).

17:00     Sjóminjasafnið og Óðinn skoðuð.  Gengið verður vestur að safni ef gott er veður.

18:30     Snætt á Sægreifanum:  Humarsúpan í forrétt og fiskur á spjót sem aðalréttur auk þess sem einn bjór er innifalinn.

BTÍ greiðir aðgangseyri og mat verulega niður og þarf því hver skuldlaus félagsmaður aðeins að greiða 1500 krónur.

Fullt gjald er fyrir utanfélagsmenn (en heimilt að ganga í félagið áður en farið er niður í ÞÓR)

 

Þeir sem ætla að mæta á þennan viðburð svari á info@bti.is fyrir kl 12:00 föstudaginn 5. apríl.

Athugið að fjöldinn er takmarkaður. Fyrstir koma fyrstir fá!

 

Með von um að sjá ykkur sem flest,

Brunatæknifélag Íslands.

Skráningarkerfi slökkviliðsins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum

Fyrsti morgunfundur vetrarins verður fimmtudaginn 6. október kl. 8:15-10:00.

Kynnt verður skráningarkerfi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum og möguleg hagnýting þeirra á fleiri sviðum.

Fyrirlesarar verða Einar Bergmann Sveinsson, Ólafur Kr. Ragnarsson og Ómar Traustason frá SHS.

Þeir munu fjalla um hvernig eldvarnaeftirlitskerfið hefur verið byggt upp og hvernig verið er að bæta inn í það eftirliti með brunaviðvörunarkerfis- og vatnsúðakerfunum og hvað menn sjá fyrir sér í framtíðinni, og hvaða möguleikar eru til viðbótar. 

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Erling Mengshoel hjá Prevent-Systems

Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar föstuudaginn 16. mars 2018 kl. 8.

Dagskrá:

Erling Mengshoel, hjá Prevent-Systems, mun kynna hvað hefur verið að gerast í Noregi undanfarin misseri á sviði vatnsþokukerfa.

Í Noregi er nú orðið algengt að box fyrir vatnsþokuúðara eru steypt inn í Filigran einingar. Síðan er PrevPex “rör í rör” tengt og lagt ofan á, og plata steypt yfir.

Þannig myndast hulin lögn fyrir vatnsþokukerfi og eru úðastútar innfelldir í loftin. Auk þess eru PrevPex rörin í steypunni útskiftanleg ef óhapp kemur upp.

Sintef hefur prófað þennan búnað og gefið út vottorð fyrir notkum  í  Insta 900 kerfum og EN 12845 kerfum (OH1 og OH2).

Þetta hentar vel í háreistum sambýlishúsum, íbúðum aldraðra, skólum, leikskólum og ýmsum öðrum byggingum.

 

– Umræður og fyrirspurnir.

 

———————–

 

Fundurinn verður í fundarsal Verkís (Ásbyrgi) að Ofanleiti 2 og hefst stundvíslega kl 8:15. Húsið opnar kl 8:00.

Fundinum lýkur um kl. 9:45.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Skoðunarferð í Búrfellsvirkjun

Farið verður í skoðunarferð í Búrfellsvirkjun fimmtudaginn 30. mars 2017 og skoðaðar framkvæmdir við Búrfell 2. Á heimleiðinni verður slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu heimsótt og aðstæður þar skoðaðar auk þess sem gestum verða kynntar nýja hitamyndavélar sem slökkviliðið er með.

Ferðafyrirkomulag:

Lagt af stað með rútu frá Húsgagnahöllinni kl. 15:00.

17:00 – Komið í Búrfell 2 og framkvæmdir skoðaðar.

19:15 – Brunavarnir Árnessýslu skoðaðar

20:30 – Kvöldmatur á austurlenska veitingastaðnum Menam – Hver og einn greiðir fyrir sig.

Áætluð heimkoma er um kl. 22:00 um kvöldið.

Ekkert kostar í ferðina fyrir skuldlausa félagsmenn.

Óskað er eftir skráningum í síðasta lagi fyrir hádegi 28. mars á mailto:info@bti.is

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórn BTÍ

Brunatæknifélag Íslands og Vélar og verkfæri ehf

Verið velkomin á morgunverðarfundinn Flóttaleiðir – Búnaður og lausnir. Tilgangur fundarins er að standa fyrir fræðslu og skoðanaskiptum varðandi hönnun og eftirlit á flóttaleiðum í byggingum á Íslandi.

Brunatæknifélag Íslands og Vélar og verkfæri ehf. eru skipuleggjendur viðburðarins og hafa fengið Þóri Helga Helgason, öryggissérfræðing hjá Eflu, og Henrik Nystedt, vörustjóra frá sænska fyrirtækinu Assa AB til að halda erindi. Milli erinda gefst tækifæri til spurninga og skoðanaskipta.

Þórir Helgi mun fjalla um staðla sem gilda um búnað í flóttaleiðum og hvernig best sé að fara að þegar verið er að fyrirskrifa búnað. Einnig um samspil aðgangsstýringa, innbrotavarna og opnunarbúnaðar.

Henrik Nystedt mun kynna þann búnað sem Assa er að bjóða í flóttaleiðir – flóttaslár, handföng, hurðapumpur ofl.

Léttar veitingar verða í boði Véla og verkfæra.

Fundurinn verður í fundarsal Eflu að Höfðabakka 9 og hefst kl 8:00 og lýkur um kl. 10:00.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest á þessum áhugaverða fundi.

Aðalfundur 2010 haldinn í framhaldi af Brunavarnaþingi

Morgunverðarfundur um nýjungar í brunaviðvörunarkerfum.

Haldinn á Hótel Loftleiðum.

Dagskráin er eftirfarandi:

1. Helstu nýjungar í brunaviðvörunarkerfum

Björn Ingi Sverrisson hjá Verkís

2. Helstu nýjungar hjá söluaðilum brunaviðvörunarkerfa.

Fyrirlesarar frá Securitas, Nortek og Öryggismiðstöð Íslands

3. Kynning á gagnagrunni vatnsúðakerfa.

Árni Ísberg og Ólafur Kr. Ragnarsson frá SHS.

Kynning á reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Fyrsti morgunfundur starfsársins verður 18. október 2017.

Fundarefni: Kynning á reglugerð nr. 723/2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

Fyrirlesarar eru Ingibjörg Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Landi lögmönnum og Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur hjá Mannvirkjastofnun.

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9 og hefst kl. 8:15. Fundinum lýkur kl. 10 eða fyrr.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi er í boði EFLU.