Brunatæknifélagið efnir til morgunfundar föstuudaginn 16. mars 2018 kl. 8.
Dagskrá:
Erling Mengshoel, hjá Prevent-Systems, mun kynna hvað hefur verið að gerast í Noregi undanfarin misseri á sviði vatnsþokukerfa.
Í Noregi er nú orðið algengt að box fyrir vatnsþokuúðara eru steypt inn í Filigran einingar. Síðan er PrevPex “rör í rör” tengt og lagt ofan á, og plata steypt yfir.
Þannig myndast hulin lögn fyrir vatnsþokukerfi og eru úðastútar innfelldir í loftin. Auk þess eru PrevPex rörin í steypunni útskiftanleg ef óhapp kemur upp.
Sintef hefur prófað þennan búnað og gefið út vottorð fyrir notkum í Insta 900 kerfum og EN 12845 kerfum (OH1 og OH2).
Þetta hentar vel í háreistum sambýlishúsum, íbúðum aldraðra, skólum, leikskólum og ýmsum öðrum byggingum.
– Umræður og fyrirspurnir.
———————–
Fundurinn verður í fundarsal Verkís (Ásbyrgi) að Ofanleiti 2 og hefst stundvíslega kl 8:15. Húsið opnar kl 8:00.
Fundinum lýkur um kl. 9:45.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.