Skip to Content

Skoðunarferð til Brunavarna Suðurnesja

Brunatæknifélagið efnir til skoðunarferðar til Brunavarna Suðurnesja þann 30. maí næstkomandi. 

Starfsmenn BS taka á móti okkur, kynna okkur starfsemina og sýna okkur nýju slökkvistöðina að Flugvöllum í Reykjanesbæ. Léttar veitingar verða í boði BS. 

Dagskrá er skv. eftirfarandi.

  • 16:00    Mæting í Skógarhlíð 14, Reykjavík
  • 16:15    Lagt af stað með rútu
  • 17:00    Koma að Flugvöllum 33, Reykjanesbæ
  • 20:00    Áætluð heimkoma í Skógarhlíð 14

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn BTÍ. 

Óskað er eftir skráningum í síðasta lagi þriðjudaginn 23. maí á netfangið brunavinir@gmail.com, vinsamlegast takið fram hvort þið hyggist nýja rútuferðina eða farið á einkabíl.

Við minnum félagsmenn einnig á að fylgja Brunatæknifélaginu á Facebook



Drupal vefsíða: Emstrur