Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura

Brunaþing 2019 verður haldið föstudaginn 10. maí á Hótel Natura, að þessu sinni í samstarfi Brunatæknifélagsins og Lagnafélagsins.

Þema þingsins er Lagnaefni – Hönnun og brunavarnir.
Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn Brunatæknifélagsins og félagsmenn Lagnafélags Íslands.
————

Dagskrá er eftirfarandi:

8:30      Setning og skipun þingstjóra. Kristján Rúriksson formaður BTÍ.
8:40      Fyrirlesari frá Trox Auranor, sem er framleiðandi lagnaefnis, kynnir nýjungar á sviði lagnaefna og tækni tengda þeim.
9:40      Kröfur sem gerðar eru til efna í lagnir og loftræsikerfi í dag og nauðsynlegar breytingar framundan. Davíð S. Snorrason verkfræðingur, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun.
10:10    Kaffihlé.
10:30    Hönnun og efnisval loftræsikerfa. Brynjar Örn Árnason verkfræðingur á EFLU verkfræðistofu.
11:10    Brunatæknileg hönnun loftræsikerfa. Elvar Ingi Jóhannesson og Árni Árnason, verkfræðingar á EFLU.
11:40    Pallborðsumræður og spurningar.
12:00    Brunaþingi slitið.
——–
Aðalfundur Brunatæknifélagsins verður haldinn í framhaldi af þinginu.
Hádegisverður er fyrir félagsmenn í boði BTÍ.

Allar fréttir