Brunatæknifélagið ráðgerir skoðunarferð föstudaginn 12. apríl 2013.
Dagskráin er sem hér segir:
15:00 Varðskipið Þór skoðað (mæta skal tímanlega við legustað Þórs).
17:00 Sjóminjasafnið og Óðinn skoðuð. Gengið verður vestur að safni ef gott er veður.
18:30 Snætt á Sægreifanum: Humarsúpan í forrétt og fiskur á spjót sem aðalréttur auk þess sem einn bjór er innifalinn.
BTÍ greiðir aðgangseyri og mat verulega niður og þarf því hver skuldlaus félagsmaður aðeins að greiða 1500 krónur.
Fullt gjald er fyrir utanfélagsmenn (en heimilt að ganga í félagið áður en farið er niður í ÞÓR)
Þeir sem ætla að mæta á þennan viðburð svari á info@bti.is fyrir kl 12:00 föstudaginn 5. apríl.
Athugið að fjöldinn er takmarkaður. Fyrstir koma fyrstir fá!
Með von um að sjá ykkur sem flest,
Brunatæknifélag Íslands.