Skráningarkerfi slökkviliðsins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum

Fyrsti morgunfundur vetrarins verður fimmtudaginn 6. október kl. 8:15-10:00.

Kynnt verður skráningarkerfi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna eftirlits með slökkvi- og brunaviðvörunarkerfum og möguleg hagnýting þeirra á fleiri sviðum.

Fyrirlesarar verða Einar Bergmann Sveinsson, Ólafur Kr. Ragnarsson og Ómar Traustason frá SHS.

Þeir munu fjalla um hvernig eldvarnaeftirlitskerfið hefur verið byggt upp og hvernig verið er að bæta inn í það eftirliti með brunaviðvörunarkerfis- og vatnsúðakerfunum og hvað menn sjá fyrir sér í framtíðinni, og hvaða möguleikar eru til viðbótar. 

Fundurinn verður í matsal EFLU verkfræðistofu á Höfðabakka 9.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kaffi verður í boði Eflu.

Stjórn Brunatæknifélagsins.

Allar fréttir